Tema 1  -  Portrćt
 Tema 2  -  Min biografi
 Tema 3  -  Rekorder...
 Tema 4  -  Krimi
 Tema 5  -  Uddannelse
 Tema 6  -  Net-medier
 Tema 7  -  Helte, skurke...
 Tema 8  -  Mit Danmark
 Tema 9  -  Kćrlighed
 Tema 10 - Vćrsgo spis!
Information    

Íslenska - Danska

Netdansk for unge

Netefnið Netdansk for unge er ætlað nemendum grunnskólans sem lengst eru komnir í dönsku í efri bekkjum grunnskóla. Oft er um að ræða nemendur sem rætur eiga að rekja til Danmerkur eða hafa einhvern hluta æsku sinnar búið í Danmörku og gengið þar í skóla. Forsendur fyrir þátttöku nemenda í netnámi í dönsku eru að nemandi skilji allvel talaða dönsku, geti lesið og skilið danska texta er varða áhugamál og umhverfi og geti gert sig skiljanlegan á dönsku í mæltu og rituðu máli.

Námsefnið Netdansk for unge hentar vel í einstaklingsmiðuðu námi fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla sem forskot hafa í dönsku umfram jafnaldra sem læra málið sem erlent mál.
Danska er skyldunámsgrein og er annað erlenda tungumálið sem kennt er í íslenskum grunnskólum. Námsefnið Netdansk for unge er ætlað nemendum í efri bekkjum grunnskóla sem meira kunna fyrir sér í málinu og búa jafnvel yfir meiri leikni og kunnáttu í dönsku en nemendur sem komnir eru í lokaáfanga í framhaldsskóla. Netnámsefni í dönsku er til þess ætlað að mæta þörfum þessara nemenda. Netefnið Netdansk for unge er gert í þeim tilgangi að jafna aðstöðu nemenda í dönsku án tillits til búsetu, koma til móts við forskotsnemenendur og jafnframt að brúa bilið milli grunn- og framhaldsskóla.

Netefnið Netdansk for unge nýtist í fjarnámi sem í staðbundnu námi þar sem unnið er á forsendum nemendasjálfstæðis. Um netnám er að ræða, þ.e. pappírslaust nám þar sem allt námsefni og ítarefni er á veraldarvefnum og verkefnaskil fara fram í vefumhverfi. Verkefnin eru þemaverkefni. Efni sem nemendur vinna með eru rauntextar, hljóð- og myndefni, sem vistað er á dönskum vefsvæðum. Nemendur takast á við síbreytilegt samtímaefni eins og það birtist á vefsíðum og viðfangsefnunum er ætlað að tengjast nemandanum og áhugaefnum hans í anda hugsmíðahyggjunnar. Ætlast er til að afraksturinn sé birtur í hljóði, riti og/eða mynd. Á hverri síðu er vísað í Dansk netordbog. Reynsla af netnámi í öðrum tungumálum sýnir að nám á neti eflir nemendasjálfstæði og ábyrgð nemenda á eigin námi.


Efnið er unnið fyrir fé úr sjóðnum Sérstakur stuðningur við dönskukennslu árið 2003, sem fjármagnaður er af danska menntamálaráðuneytinu annars vegar og íslenska menntamálaráðuneytinu hins vegar.

Höfundar námsefnisins eru:
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir,
     kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.
Kristín Jóhannesdóttir,
     kennsluráðgjafi í Norræna húsinu.
Nanna Ævarsdóttir,
     dönskukennari við Laugalækjarskóla.


Lýsing á verkefni á dönsku:

Netdansk for unge
Sprogcentret i Laugalækjarskóli byder på fjernundervisning i de fire obligatoriske sprog som ifølge den nationale læseplan skal undervises i, d.v.s. dansk, engelsk, norsk og svensk. De elever der lærer sprog på nettet har større kompetence end de elever som lærer dansk som fremmedsprog. Netundervisning skal imødekomme elevernes ret til at få lejlighed til at vokse med det sprog de har lært som børn. Det har vist sig at netundervisning støtter elevernes autonomi og selv-direction og gør dem mere bevidste og selvstændige i deres læring. Desuden har netbaseret undervisning den fordel at eleverne lærer at bruge IT, e-post, webkonferencer, selve webben som informationskilde og til at fremsætte deres projekter.

Netdansk for unge er opbygget af interaktive opgaver, styrede vævtogter, en webkonference og supplerende materialer. Materialet er opdelt i temaer på ca. 2-3 uger. Eleverne arbejder med deres materialer i computere tilkoblet nettet på deres skoles bibliotek eller computerrum samtidig med at deres klassekammerater har traditionelle timer i dansk.

Netdansk for unge er opbygget sådan at eleverne nemt kan komme i kontakt med vævsider i Danmark. Disse vævsider opdateres regelmæssigt, og det betyder at de altid indeholder de nyeste oplysninger. Det indebærer at materialet og oplysningerne som eleverne arbejder med er nye og i takt med dynamikken i samfundet. Opgaverne er lavet ud fra det synspunkt at de skal åbne døre til nettet, og at nettet åbner døre til sproget.


Lærningcentret er et væv Netdansk for unge med opgaver og tekster der som regel har links og henvisninger til andre vævsider. Det indeholder elevernes læremidler (tekster og lyttemateriale) og stof til deres selvstændige projekter. På hver side henvises der til en on-line ordbog der gør det lettere for eleverne at arbejde på on-line projekter.
I kommunikationscentret har hver elev har sin egen mappe eller portefølje hvori de lægger deres halvfærdige og færdige projekter. Desuden indeholder hver portefølje en logbog hvor eleverne skriver hvad de har lavet, hvorfor, hvordan og hvad de mener at de har lært. Det giver læreren indblik i elevernes arbejds- og læringsproces, hvad er vigtigt især når der er tale om distanceundervisning.

   © Tungumálaver Den Danske Ordbog